Helen Hunt Jackson

Helen Hunt Jackson (fædd Helen Maria Fiske) var bandarískur rithöfundur, skáld og aðgerðasinni. Hún barðist fyrir betri kjörum til handa innfæddum af hálfu bandarísku ríkisstjórnarinnar og skrifaði um málefnið í bókinni A Century of Dishonor (1881). Skáldsaga hennar Ramona (1884) fjallar einnig um slæma meðferð yfirvalda á innfæddum ameríkönum í Suður-Kaliforníu eftir stríðið á milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Vinsældir sögunnar vöktu athygli almennings á kjörum innfæddra.